-
Lang vinsælustu handklæðin okkar. Frábær frágangur, 2 rendur, 450 gsm í þéttleika. Koma í mörgum stærðum og eru einstaklega mjúk og þægileg. Handklæðin eru sérframleidd fyrir hótel og gistiheimili.Þau eru auðveld í meðhöndlun, slitsterk og afar endingargóð. Mælum með þessum fyrir alla, heimilið, hostel eða stór hótel. Einnig hægt að f á í ljós gulum lit og kremlituðum í algengustu stærðunum.
-
Erum með mikið úrval af gardínuefnum, bæði myrkvaefni og voile. Við bjóðum bæði uppá að kaupa efni og einnig saumum við gardínur eftir málum. Bjóðum uppá myrkvagardínur í öllum litum og alls konar gerðum. Erum einnig með eldtefjandi myrvagardínu efni. Öll gardínuefnin er hægt að þvo. Allar gardínur eru saumaðar af klæðskera með atvinnusaumavélum. Við tökum öll mál, saumum og setjum upp.
-
Erum með nokkrar gerðir af dýnuhlífum. Langvinsælasta dýnuhlífin er með vatnsvörn, kemur með bómullarteygjuefni í hliðunum ( sama og er í teygjulökunum) sem fer undir dýnuna. Einnig hægt að fá dýnuhlífina með teygjum á h0rnunum. Við mælum eindregið að allir setji dýnuhlíf á rúmin. – ódýr lausn til að forðast bletti og leiðindi. Kemur í stærðum: